Húfa
Ég er svo hrifin af húfunum í Húfuprjón bókinni að það er bara ekki hægt að hætta. Ég er að klára þá þriðju en smá galli á gjöf Njarðar...ég virðist prjóna voða laust miðað við uppskriftirnar í bókinni því húfurnar ætla að verða í xl stærðum ef ég fer ekki í það að nota minni prjóna eða minnka uppskriftirnar.Já, ég veit, gera prjónafestuprufur fyrst kemur í veg fyrir þetta. En ég hugsa sem svo að það er ekki svo mikill efniskostnaður í eina húfu....og tja... ég hlýt að finna einhvern höfuðstóran/súper hárprúðan til að nota húfurnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.