Aftur í skólann
Nú er skólinn byrjaður eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að hafa skopparahúfu við hæfi.
Prinsessan ætlaði nú sjálf að prjóna húfuna og byrjaði á stroffinu. Ég sá fram á að húfan yrði aldrei kláruð þegar komið var að munstrinu svo að ég tók við. Ég átti sjálf fullt í fangi með munstrið fyrst en eftir að hafa skoðað útfærslur á því á youtube ("star knit") komst ég upp á lag með það.
Uppskriftin er úr fallegri bók Húfuprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur.
Garnið er 100% merinoull frá Rauma
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.