...og enn fleiri húfur
Það virðist eins og allir í kringum mig séu að búa sig undir harðan vetur - Lóa mín, þú fært tækifæri til að nota nýju úlpuna þína ;) Haustið ætlar að vera stutt þetta árið, ég hugleiddi einn morguninn í vikunni hvar rúðuskafan fyrir bílinn væri því að það virtist vera hrím á bílrúðunum.Ég er nú frekar róleg yfir þessu, planið að vera bara inni og prjóna/hekla ef að veðrið verður slæmt.
Það verður að minnsta kosti engum kalt á skallanum sem ég þekki því að ég var að ljúka við enn eina húfuna úr Húfubókinni góðu...
Svo verð ég að deila með ykkur nýjasta æðinu á þessu heimili, Hjálparsveins-vettlingar. Tengdó prjónar vettlinginn en ég hekla augun og sauma munn. Ekki annað hægt en að brosa að þessum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.