Fjöruferð
Vorhugur í fólki sem veldur því að maður skellir sér í fjöruferð. Vorið var nú samt ekki meira en svo að á 15 mínútum vorum við orðin holdvot inn að beini og litlir fingur ísskaldir. Fundum fjóra litla kuðunga og bíldekk. Við drifum okkur beint heim og hituðum heitt súkkulaði og mauluðum kleinur með.
En þörf fyrir útiveru var ekki fullnægt hjá litla manni svo að hjólið var dregið fram úr skúrnum en um leið dró ský frá sólu. Bongóblíða á pallinum. Dæmigert.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.