4. desember 2014

Endurvinnsla

Eftir vinnu á föstudögum kem ég stundum við í nytjamarkaðinum. Litlimann fær hundraðkall og má velja sér eitthvað í krakkahorninu á meðan ég vafra um og skoða draslið dótið sem fólk telur sig ekki þurfa lengur. Fyrir síðustu helgi var opnaður sérstakur jólanytjamarkaður og þar voru þessar fallegu bláu jólakúlur. Ég tók þær upp og þá kom í ljós þessi undarlega bílaframleiðenda merking. Úr búðinni fór ég tómhent en um helgina læddist að mér hugmynd...

 

...og eftir vinnu á mánudag nældi ég mér í einn kassa, takk fyrir pent. Og hafðist handa...

 

 

Uppskriftina má finna í Maríu heklbók en ég þurfti aðeins að breyta henni því að ég náði ekki að þekja kúluna með góðu móti. Húsbóndanum fannst þetta pínulítil geggjun en bað mig um að halda einni kúlunni naktri því hann var alveg meira en til að skreyta með merki volkswagen.

 

 

 

 

1 ummæli:

  1. haha snilld!
    ég tók einmitt eftir jólakúlu sem er hangandi á tréi á Landakoti sem er með LSH logoinu

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.