3. nóvember 2014

Svart og hvítt

Hefur þú einhvern tímann prjónað úr svörtu garni? Jæks, það er eins og að vinna með kolsvarta nóttina. Og svo að taka mynd af því, varla hægt nema fyrir pro.

Annars eru þetta legghlífar á ballerínuna og frumburðinn. Hún var að drepast úr kulda í einhverjum sal sem hún æfir í einu sinni í viku og vantaði eitthvað til að halda á sér hita.

Hérna er hún fyrir miðri mynd:

Maður veltir óneitanlega fyrir sér hvaðan hún hefur þennan tígulleik...

ég meina, hér sjáið þið þokkann hjá undirritaðri ...

 

 

1 ummæli:

  1. Ohh þessi svarti - alveg sammála þér, ég hugsa stundum "ég er að verða blind"

    Gott að eiga svona mömmu sem bjargar manni á æfingum :)

    Og sry en ég skellti uppúr, horfði á myndina af Agnesi og hugsaði, hah bara eins og mamman sín, svo glæsileg... svo sá ég myndina af þér - ætli hún hafi þetta ekki bara frá pabba sínum ;)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.