Jey smá vetrarfrí. Við brugðum okkur upp í bústað eina nótt. Hefði gjarnan viljað vera aðeins lengur en nóg að gera heima. Það var líka svolítil gosmengun svo að það var ekki gáfulegt að vera mikið úti.
Það er samt alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera, sívinsælt að moka holu eða fylla í holu :)
En það þarf alltaf að vera viss um að Litlimann hafi nóg fyrir stafni. Keypti lítinn vefstól handa honum og hann var virkilega áhugasamur og vildi endilega hafa hann með sér heim.
Best samt leiðbeiningarnar á kassanum; og regla nr.1 gríðarlega mikilvæg ;)
haha þetta eru snilldar fyrirmæli á leikfanginu !!
SvaraEyða