23. júlí 2014

Gluggaveður


Því miður er veðrið ekki að lagast, enn blautt og svakalega þungbúið alla daga. Þessa fáu stundir sem hefur stytt upp hef ég þó farið í stuttar ferðir og verið komin heim aftur fyrir kvöldmat. Á safnadaginn fórum við mamma og Litlimann út í Gróttu og skoðuðum Nesstofu. Það var áhugavert að skoða og Litlimann hafði gaman af smáverkefnum sem Þjóðminjasafnið hefur útbúið fyrir yngstu gestina.




Annan dag fórum við í Álafosskvosina. Við gengum um og Litlimann naut sín svolitla stund í leiktækjum og síðan fórum við og fengum okkur að borða á kaffihúsinu í Kvosinni.  
Sniðugt var að á boðstólnum var mjög góður ofnbakaður fiskur þar en við borðuðum  á Tveir vitar í Garðinum nokkrum dögum seinna og þar var líka boðið upp á fisk. Ég vona bara að þetta verði meira stefnan á íslenskum veitingastöðum, að þeir bjóði upp á góðan fisk. Ég meina það er verið að kvarta undan skorti á nautakjöti, því ekki þá að bjóða upp á fisk sem við eigum nóg af. Ennþá.






Annars eru dagarnir fljótir að líða, það er nóg að gera hér heima svona eins og að taka til í geymslunni. Almenn heimilisstörf eru líka þarna, ekkert sumarfrí með það.

Prinsessan fékk vinnu í frystihúsi í Garðinum svo að það er nóg að gera að koma henni til og frá vinnu. Hún hefur verið að mæta suma morgna fyrir kl. 6.00 og koma heim um miðnætti. Þá er ekki um neitt annað að ræða en að skutla henni.
Þetta hefur í för með sér að það er hægt að fá smá frið við handavinnuna á furðulegustu tímum.

miðvikudagur kl. 06.00


Prjónaskapurinn hefur líka náð nýjum hæðum ;)
Sumir eru að prjóna borðtuskur en ég ...


....prjóna utan um golfkylfur.
Jebb, alveg orðin klikk ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.