Mánuðurinn sem leið
Maí hefur gjörsamlega flogið áfram og það er kominn júní.
Ég hef ekki gefið mér tíma til að taka til í garðinum en merkilegt nokk
virðist eitthvað koma upp ár eftir ár.
Líka stjúpurnar sem eiga að vera einærar.
Ég hef nú meira verið að njóta veðursins.
Hef til dæmis farið í hjólatúra með Litlamann sem er
nýbúinn að læra að hjóla án hjálpardekkja.
Fór í afmælisboð bæjarins en leikskólabörn allra leikskóla Reykjanesbæjar
voru búin að búa til heljarinnar veislu. Eins og alltaf eru leikskólarnir með á
hreinu hvernig á að gera hlutina almennilega og flotta.
Síðan hefur ekki farið fram hjá manni kjarabarátta.
Æji ég veit ekki...best að pæla ekki of mikið í því.
Svo fór ég á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur, Handverk og hönnun.
Þar freistaðist ég til að kaupa mér handspunnið, handlitað garn úr Borgarfirðinum.
Er með pínulitla hugmynd hvað ég ætla að gera við það,
sjáum til hvað verður.
Og síðan ég lauk við enn eitt sjalið.
Það er svolítið hippalegt en svei mér þá ef það á ekki
eftir að verða uppáhaldssjalið.
Garnið er Cascade 220 og uppskriftin er úr Maríu heklbók.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.