20. desember 2013

New York

Í byrjun mánaðarins fórum við hjónakornin til NY. Húsbóndinn á slatta af ættingjum búsettum víð og dreif um USA svo að tilgangur ferðarinnar var hálft í hvoru að sýna okkur og sjá þau. Gestrisnin var alveg hreint ótrúleg en við gistum í "TheWestWing" og vorum spillt með dásamlegum mat og aldrei neitt junkfæði á boðstólnum. Neihei, bara allt það besta sem fylkið hefur upp á að bjóða, fisk, kjöt, ávexti, ber og heimabakaðar kökur. Dásamlegt bara.
Ég meina, hér er morgunverðarborðið.


Ég var svo ótrúlega heppin að Joann sem við gistum hjá var búin að fá leyfi fyrir mig að koma með henni í heimsókn í grunnskólana sem hún er stundakennari við. Ég fékk að vera viðstödd kennslustundir og lærði ég svo ótrúlega margt af henni, bæði í skólaheimsókninni og svo fékk ég einkakennslu í notkun ipad og tölvunotkun með nemendum/kennurum. Ég get ekki sýnt ykkur myndir sem ég tók í skólanum vegna persónuverndar en læt eina fylgja sem mér finnst svo lýsandi fyrir að í meginatriðum eru skólar að klást við sömu verkefnin.


Við fórum á ströndina á Long Island, ekki mikið um að vera þar í desember en greinilega ekki erfitt að komast í kyrrð og ró ef áhugi er fyrir hendi.


Við fórum og skoðuðum ys og þys við Times Square...


... og minningarreit um tvíburaturnana. Það var magnað. 
Ef það á að skoða eitthvað áhrifaríkt þá er þetta á topp 10 listanum.


Auðvitað var farið í búðir og þá var 15 mín. reglan höfð í hávegum: Á innan við 15 mínútum skal vera búið að kaupa eitthvað!
En besta búðin sem ég fór í var Purl Soho.
Ég meina það var svo troðið af viðskiptavinum þar að það var beinlínis kjánalegt. En úrvalið af garni maður minn! Blessunarlega var ég búin að setja mér mörk um hvað ég mætti eyða miklu. Þessi búð er bara algjörlega nauðsynlegt fyrir þessa handóðu að heimsækja ;)


Þessi borgarferð var alveg hreint frábær og vonandi verður ekki langt að bíða til næstu utanlandsferðar. 

 Note to add:  Thanks to Charlie+Joann for your hospitality and all your help.
Hopefully we will back soon and you know that you are always welcome to Iceland.

1 ummæli:

  1. Vá hvað þetta hefur verið geggja :) Greinilega höfðingjar heim að sækja gestgjafarnir ykkar !

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.