16. desember 2013

Annasamir dagar

Hér á bæ hefur verið svo mikið að gera að það er engu lagi líkt.
Litlimann átti 5 ára afmæli í nóvember. 
Allar helstu ofurhetjur hans komu úr pökkunum sem vöktu mikla ánægju.


Litla hafmeyjan stóð í ströngu við að setja Íslandsmet í meyjaflokki í sundi. 
Okkur telst til að metin hafi verið samtals níu sem hún setti á fimm vikna tímabili. 


Í byrjun desember fórum við á jóla balletsýningu hjá heimasætunni #1. 
Ég meina hvað er hægt að segja annað en að ég er að rifna af stolti.


Handavinnan hefur verið þarna einhvers staðar á hliðarlínunni. 
Þessi engill varð til eitt kvöldið, svo agnarsmár, varla meira en 5 cm á hæð.


Læt þetta duga í bili en vonandi get ég deilt með ykkur fleiri myndum næstu daga því af nógu er að taka.

1 ummæli:

  1. Hvernig er hægt annað en að rifna úr stolti þegar maður á svona vel heppnuð afkvæmi - þau eru yndisleg öll þrjú :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.