Aðgerðalisti
Listar eru til margs nýtilegir.
Það er svo þægilegt að búa til lista yfir það sem þarf að gera eða komast yfir.
Stundum er listinn langur.
Stundum er listinn með einhverju leiðinlegu en verður að gera samt.
Og alltof oft gleymist að setja inn á listann eitthvað fyrir alla, ef þið vitið hvað ég á við.
Listinn síðustu helgina í janúar:
setja í aðra þvottavél (komst ekki í það, sofnaði yfir imbanum)
ganga aftur frá í eldhúsinu
renna á þoturassi (uhumm, læt þá yngri um það)
leggja sig eftir tveggja tíma útiveru (já, já, læt þá yngri um það...
en eftir á að hyggja hefði ég átt að gera það líka)
horfa á eurovision
ganga frá endum á Hallgrímshúfu
læra betur að lesa eftir enskum prjónauppskriftum...
Já, ókey ég veit að það er ekki hægt að gera allt í einu,
kannski verður listinn styttri næst !
Bilaður dugnaður er þetta kona - þvílík listaverk sem þú ert að skapa :)
SvaraEyðaFyrirsæturnar eru svo fallegar :)