Lífsins ólgusjór.
Eitt sinn var skipstjóri sem hafði ferðast um mikinn ólgusjó.
Tugi ára hafði honum þó tekist að sigla heimsins höf án
teljandi vandræða.
Ávallt hafði honum tekist að koma áhöfn sinni heilli að landi aftur.
Í skipi sínu geymdi skipstjórinn læstan kistil.
En enginn vissi hvað var í kistlinum en stundum sáu skipsverjar hann
ljúka honum upp en ekki vildi skipstjórinn sýna hvað
var í kistlinum.
Á gamalsaldri féll svo skipstjórinn frá og þá gafst tækifæri til að kanna
hvað væri í kistlinum og sjá sannleikann.
Í honum var ekkert nema lítill bréfmiði.
Á honum stóð:
"Stjórnborði til hægri, bakborði til vinstri"
Þessa sögu sagði pabbi stundum og ég hafði svo sem engan skilning á því hvað hún táknaði.
Ef hún táknaði þá eitthvað.
En í lífsins ólgusjó er það einfalda sem skipti máli,
bara svona rétt til að minna mann á að þrátt fyrir erfiðleika og vanda er alltaf "skilaboð" sem gott er að hafa til vísa veginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.