Hvítasunna
Sumarið er komið, og hvað er betra en íslensk sveitasæla?
Hitinn fór upp að 22°c í skugganum , bara dásamlegt.
Eftir að við tókum inn rafmagnið í bústaðinn er hægt að leyfa sér ýmislegt sem ekki hægt var áður. Baka vöfflur er eitt af því, og auðvitað var Litlimann með vökult auga á öllum framkvæmdum.
Og svo var svo skemmtilegt að týna upp "blómin sem eru út í beði" en honum fannst furðulegt hvað þau voru fljót að "sofna aftur" þ.e. þau fölnuðu ;-)
Eftir að Litlimann var sofnaður fór ég í gönguferð um sveitina ásamt prinsessu #2 og nú er hægt að kaupa egg beint frá bóndanum. Ooh , það er svo gaman, ganga yfir móana, heyra í fuglunum og njóta langra daga. Þessi mynd er tekin kl. 21.30 !
Reyndar þarf maður heldur betur að borga fyrir dásemdirnar en hvernig er hægt að standast til dæmis þessi egg ?
Svo flottar umbúðir og eggin langt frá því að vera slétt og felld líkt og þau sem eru frá risahænsnabúunum.
Og að sjálfsögðu var heklið ekki langt undan í hvíldinni. Hlakka til þegar þessi hekltilraun fer að verða endanleg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.