Heklað barnateppi
Ég gerði þetta teppi fyrir jól en var einhvern veginn alltaf að velta fyrir mér stærðinni. Einhvern veginn alltaf of lítið. Var að nota garnafganga í það og nú síðast var ég að setja rendur á kantinn upp á von og óvon að það myndi ná allan hringinn. Teppið mælist nú 54x85 cm og verður það ekki stærra. Mér finnst sjálfri best að nota minni teppin til að vefja um lítil kríli, og svo er miklu þægilegra þvo þau og þerra.
Teppið er fallegt. Ég er hætt að binda mig við ákveðnar stærðir af teppum, læt efnið svolítið ráða. Svo getur verið ágætt að láta þau liggja samabrotin á stólum eða sófaörmum eða hvar sem er, og þá skiptir stærðin ekki máli.
SvaraEyða