Heklaðgraff
Ég var búin að heyra utan af mér að það væri í tísku að graffa hekl út um allan bæ.
Þetta graff er í garðinum við Ásmundarsafn í Reykjavík.
En graffið var ekki það sem stóð upp úr, þó að það væri sérstakt og flott , heldur Ásmundarsafnið sjálft.
Ég varð barasta alveg heilluð. Sýningin innandyra er sko vel heppnuð. Sýningarskráin sem ég fékk við innganginn er með þeim flottari sem ég hef fengið. Ég fór heim, las hana vel yfir og langaði til að vita meira um þennan merkilega listamann. Að mínu mati eiga söfn að vera þannig, þ.e. þau veki forvitni og að mann langi til að koma aftur og sjá meira.
Litlimann átti reyndar erfitt með að halda að sér fingrum innandyra en úti í garðinum er hægt að príla og koma við listaverkin að vild. Svo vorum við með nesti og teppi með okkur og í garðinum eru fínir bekkir til að fá sér piknik. Það er eitthvað svo spennandi að hafa með sér nesti og borða úti í stórborg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.