26. apríl 2015

Svoosh...

...apríl að verða búinn. Hér er búið að vera rosa mikið að gera, sundrottningin var fermd og veisla haldin. Allir voru glaðir og sáttir með daginn ekki síst fermingarbarnið en það var nú fyrir öllu.

Við fórum í fermingarveislur hjá öðrum en svo voru líka afmæli, dansýning hjá frumburðinum og sundmót í þessum mánuði. Plön fyrir sumarið eru einnig langt komin svo það verður ekki longmolla hér á næstunni.

Prjón og hekl er alltaf á hliðarlínunni en það er ekkert sem ég næ að klára. Náði nú samt að búa til nokkur tækifæriskort sem kemur alltaf að góðum notum.

Þar til næst

X

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.