29. mars 2015

Vor í lofti













Mars 2015. Allt ætlar um koll að keyra vegna sólmyrkva. Enginn ætlar að missa af þessu náttúruundri, sem flest okkar náum kannski að sjá einu sinni á mannsævinni. Já, flott en svo bara búið. Flestir hoppa upp í bílana sína, setjast við tölvuskjáinn og missa síðan af daglegum undrum náttúrunnar sem eru alls ekki síðri en myrkur í algeimi.
Veðrið heldur áfram að vera "allskonar" sem hefur gefið tækifæri til snjóhúsagerðar en síðan voru hjólin tekin fram tveim dögum seinna eftir vetrardvöl í bílskúrnum.
Við Litlimann skelltum okkur líka í Húsdýragarðinn til að fylgjast með rúningu kindanna.
Bara yndislegt.
x



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.