Sjal og grifflur
Sjalið Regnbogi er tilbúið. Annað sjalið sem ég geri eftir þessari uppskrift sem ég fann í Fréttablaðinu en ég held að það sé hægt að nálgast hana hjá Storkinum en það heitir Bláberjarönd - ílöng hyrna.
Nú svo þegar ég var byrjuð á annað borð þá gerði ég grifflur úr garninu líka. Garnið heitir Manos del Uruguay og er 30% silki og 70% merino ull. Klikkað dýrt garn en ef ég finn það aftur þá hika ég ekki við að kaupa meira, ég meina það er æði. Ef þig langar til að skoða meira um þetta garn er falleg heimasíða hér. Uppskriftina að þessu snilldar grifflum má nálgast hér en garnið er keypt hér.
Og auðvitað varð Litlimann að fá grifflur líka, en uppskriftina má nálgast hér.
Virkilega fallegt prjón hjá þér, sjalið kemur vel út í þessu garni.
SvaraEyða