11. janúar 2014

Spariterta

Hér á þessu heimili er að koma hefð á að ég baki tertu sem við gæðum okkur á fyrsta klukkutímanum á nýárinu.
Í ár urðu þær tvær, Hindberja-brownies með súkkulaði og rjómaosti og Chili-súkkulaðitruffluterta.
Uppskriftirnar fann ég í fallegri bók Eldað og bakað í ofninum heima .


Hindberja kökurnar heppnuðust ágætlega en það er ekki hægt að segja að þær séu fallegar.

Chili-súkkulaðitrufflutertubotnarnir voru aftur á móti ekki að gera sig. Í fáum orðum skulum við segja að botnarnir líktust meira grjóthörðu hrökkbrauði heldur en dúnmjúkum súkkulaðibotnum.

En ég gafst ekki upp. Notaði gömlu góðu uppskriftina að súkkulaðibotnum sem ég fékk frá tengdó við upphaf búskapar. Klikkar aldrei.
Svo var ráðist í að gera kremið á milli og ofan á.
Umm, mjög gott. Mæli samt með því að hafa allan heimsins tíma fyrir sér því að það er seinlegt að hræra trufflukrem.


Læt hér fylgja með uppskriftina af botnunum frá tengdó,

Brjáluð súkkulaðikaka:

1 bolli sykur
1 egg
1 1/2 bolli hveiti
1/2 bolli kakó
1 tsk lyftiduft
1 tsk natrón
1/2 tsk salt
2 tsk vanilludropar
1/2 bolli smjörlíki (ca. 50 gr)
1/2 bolli nýmjólk
1/2 bolli mjög heitt vatn
 ______________

Öllu sullað saman, hrært saman í ca. 3 mín.
Bakað í 2 lausbotna tertuformum, þægilegt að hafa smjörpappír á botninum.
Bakað við180° í 25 mín. eða þar til botnarnir eru lausir frá börmunum.

Gott er að smyrja á milli með jarðaberjasultu og nota smjörkrem sem líkar best.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.