4. nóvember 2013

Sunnudagsrúntur

Í gær var góður dagur fyrir sunnudagsrúnt, heiðskýrt og lítill vindur. Við fórum samt ekki langt, rétt aðeins út á Reykjanes og fórum í raun hringinn í kringum flugvöllinn.


Við ákváðum að taka göngutúr en það var tilvalið að nota bílastæði sem greinilegt var að Kaninn hafði verið að nýta sér. Við fundum að minnsta kosti mikil ummerki um veru þeirra þar og í raun út um allt þar sem við gengum.


Það er gaman að velta fyrir sér tilganginum af veru þeirra þarna niður í fjöru en þarna er fullkomið bátalægi.


Litlimann fann auðvitað margar gersemar en hann er orðinn nokkuð raunsær á hvað er sniðugt að geyma og hvað ekki. Það fékk eitt að koma með heim úr þessari ferð.


 Viltu sjá?


Það þarf ekki að fara langt eða vera lengi í burtu til að eiga góða stund saman en það var nokkuð sáttur hópur sem brunaði heim í hlýjuna og heitt kaffi ásamt bónussnúð þetta sunnudagssíðdegi.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.