27. október 2013

Trefill

Ég lenti í smá krísu með þennan trefil. Hann er svo ægifagur í blaðinu en þegar ég spurði fólkið í kringum mig um litavalið voru svörin í líkingu við þetta: 


"mamma, það er ekki svona í tísku...ég meina, svo er ég unglingur og myndi aldrei vera með svona"


Já , ég verð að horfast í augu við það. Ég er ekki unglingur og nokk sama hvað öðrum finnst klæðilegt - innan skynsamlegra marka ;)


Ég meina, hvað er ekki hægt að líka við þetta? Haustlitir, hlýtt, öðruvísi, skemmtilegt og náttúra. Allt í sama treflinum.

Þessum er allaveganna slétt sama...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.