7. júlí 2013

Ferðasaga

Loksins var komið að sundmótinu sem búið var að undirbúa í margar vikur. Það  heppnaðist líka svona vel. Veðrið var svona allskonar, úrhellisrigning og yfir í baðstrandarstemningu blíðviðri á sunnudagsmorgninum.
Keppendur stóðu sig með sóma og má segja að ÍRB hafi ruslað þessu upp.




Eftir mótið gafst svo tími til að hanga saman, svona fjölskyldan. Það er orðið sjaldan sem við erum öll saman kjarnafjölskyldan, allir út um hvippinn og hvappinn alltaf hreint.



"Brjóstkassinn" vakti mikla kátínu hjá Litlamann.





Ahhhh...ekki amalegt að fagna fertugsafmæli á svona stað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.