19. júní 2013

Skin og skúrir

Loksins, loksins, loksins komin í sumarfrí. LOKSINS.
Eftir viðburðaríkan og strembinn vetur er ég kominn í sumarfrí...


...eða sko frá launuðu vinnunni. Það er síður en svo lognmolla á þessum bæ.

Eins og ég hef áður minnst á þá erum við stoltir hluthafar í sumarbústað. Og honum þarf að sinna. Það er alltaf eitthvað, nú var drifið í að ganga frá framkvæmdum síðasta sumars þ.e. að tengja nýja rotþró. Auðvitað er Litlimann ekki langt undan að taka út verkið.


Svo þarf að tyrfa yfir allt saman. 160 fermetrar. Fjögur bretti af torfi. 30 hjólbörur af möl og mold flutt til.
En margar hendur vinna létt verk.


Af sjálfsögðu var verkið tekið út af Litlamann...mér sýnist það vera þumlar upp!


Í bústaðnum er líka einhvern veginn alltaf tími fyrir þetta "allt annað"




En það skiptist á skin og skúrum. Í þessum mánuði kvöddum við góðan mann sem háði baráttu við krabbamein. Nágranni, fjölskyldufaðir, dugnaðarforkur, ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd og síðast ekki síst með rólyndisgeð sem öllum leið vel nálægt. Hans verður sárt saknað.


En svo skín sólin aftur. Sama dag og jarðarförin var fengum við skilaboð um að í heiminn væri komin litil stúlka. Svo agnarsmá. Fædd fyrir tímann. Ég orðinn frænka á nýjan leik. Bara yndislegt.


Við höldum ótrauð áfram...


Framundan er AMÍ sundmótið sem er búið að stefna að í marga mánuði. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð strangur og við hjónin skiptumst á að mæta á foreldrafundi og "undirbúningsmót." Bóndinn er áhugasamari og orðinn sunddómari en ég læt duga að sitja á bakkanum og sjá til þess að fylla á ísskápinn.


Nú þarf bara að finna nýja spennandi handavinnu sem hægt er dunda við á milli verka sem sundfararstjóri. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.