Hvatning og hrós skipta svo miklu máli. Sumir hafa kallað það H-vitamín, Hrós vítamínið.
Síðustu daga hef ég fengið H-vítamín í stórum skömmtum.
#1
Tilnefning til Hvatningarverðlauna Reykjanesbæjar "fyrir störf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni." Mætti prúðbúin til að taka á móti viðurkenningarskjali, auðmjúk og glöð.
Eftir formlega athöfn spjallaði ég stuttlega við góðan kennara og þegar ég minntist á að mér fyndist ég ekkert vera að gera eitthvað meira en aðrir, ég væri bara að sinna starfi mínu þá sagði hún "já, EN þú gerir það með ástúð og hlýju með hag nemanda fyrir brjósti." Þar með bráðnaði mitt hjarta.
Takk.
#2
Á einum degi fékk ég tvisvar sinnum hrós fyrir þessa litlu bloggsíðu mína.
"það er svo gaman að heyra eitthvað jákvætt og fallegt" og
"handavinnan þín er svo falleg."
Takk.
#3
Ég hef verið að setja myndir af handavinnunni minni inn á Ravelry. Og viti menn, heklhönnuður vildi nota mynd af handavinnunni minni á bloggsíðu sinni sem dæmi um útfærslu á hennar verkum. Ef það er ekki búst fyrir áhugamanneskjuna um handavinnu þá veit ég ekki hvað gerir það.
Takk.
Rabbabara-Uppskera Ársins 2013 á S34 :) |
Til hamingju með þetta allt, og njóttu þess vel!
SvaraEyða