30. apríl 2013

Gamalt og gott

Ég var að sjúga í mig nýju bókina Litfríður.
Litfríður hvetur til að endurvinna, endurbæta og já búa til eitthvað splunkunýtt úr þessu gamla.
Og ég barasta varð að prófa pínulítið sjálf:
  1. Gamla lopapeysan sem tengdó prjónaði handa mér fyrir um 20 árum var farin að láta á sjá.
  2. Lobban fór í þvottavélina á 40°c - viljandi! 
  3. Gömlu lúnu járntölurnar voru klipptar af, það vantaði hvort eð er eina
  4. Nýjar tölur settar á og festar með ferskjulituðu garni
  5. Heklaði framan á ermarnar því að þær voru orðnar mjög slitnar fremst ...og voru kannski orðnar aaaðeins of stuttar eftir þæfinguna - úps!




Voila! Vonandi dugar peysan í önnur 20 ár.


3 ummæli:

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.