Andlaus
|
Óþekkti embættismaðurinn |
Oft spring ég á limminu. Eins og eftir erfiðar vinnuvikur er barasta ekkert eftir í að búa til eitthvað nýtt. Stari út í bláinn með hendur í skaut. En hvað er það sem ég geri til að "peppa mig upp", hvað er það sem fær
the creative juice flowing ?
- Baka. Það er eitthvað svo róandi að skella í eina köku, hnoða gerbollur eða baka vöfflur. Það getur reyndar verið mjög frústerandi að vöfflujárnið hætti að virka og deigið límist við...en þá kemur elskulegur húsbóndinn sterkur inn og kaupir nýtt handa sinni húsfrú nær samdægurs.
- Vinafundur. Hitta vini sem gerist orðið allt of sjaldan. Ég skil bara ekkert í því af hverju maður gefur sér ekki meiri tíma í að hitta vinina sem hafa fylgt manni í gegnum súrt og sætt - í yfir 20 ár. Það er svo gaman að borða saman, spjalla um það sem manni liggur á hjarta, já og fá innsýn í líf hvers annars - við erum nú öll í sama streðinu.
|
Afgangar úr matarboði, kaldur ofnbakaður lax með stökku salati. |
- Bækur. Bækur, tímarit og blogg veita mér innblástur. Kindillinn er góður, þar geymi ég t.d. uppáhalds blogg sem hafa áherslur á hugleiðingar sem eru góðar til andlegrar uppbyggingar. Pappírinn er samt alltaf bestur. Splæsti í tvær bækur nýverið Litfríður og Litríkar lykkjur úr garðinum. Báðar frábærar hvor á sinn hátt.
Nú svo er bara að vona að andinn hellist yfir mann, kannski á morgunn???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.