8. október 2012

Köngulló


Eftir SokkaGloríuna var kominn tími á upprifjun á vettlingaprjón.
Ég gerði fyrst þessa bláu. Voða mjúkir og sætir en of litlir á Litlamann.

Þar sem sjálfsálitið í prjónaskapnum hafði aukist til muna
var fitjað upp á þeim næstu.


Tvílitir og ekki svo mjög fljótgerðir. 
Seinni vettlingurinn vafðist eitthvað fyrir minni, þurfti að rekja hann upp amk. 2x .
 (Drengurinn er varla með tvær hægri hendur !!!) 

Mér til málsbóta varð ég fyrir stanslausri truflun (fjórar rallandi skvísur í sumarbústað). 

Ég mæli heldur ekkert sérstaklega með því að vera drekka eitthvað sterkara en eplasíder þegar verið er að vanda sig við "flókið" munstur.

Köngulóarvettlinga má nálgast hér og uppskrift að húfu í stíl má nálgast hér.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.