7. október 2012

Er þetta ekki bara vinalegur staður ?


Flúðir september 2012

Ég var að horfa á imbann og þar var verið að ræða við eldri mann. Einn af þessum sem er að gera eitthvað af hugsjón einni saman. Þessi höfðingi var að græða landið sitt, Ísland.
Lengst uppi á öræfum.

Flúðir september 2012
Fréttamaðurinn spurði: "Hvers vegna hérna? Af hverju að græða landið hér? " 

Hólaskjól september 2012

Og svarið kom svo:  "Er þetta ekki bara vinalegur staður?"

Dverghamrar september 2012

Úff, já. Er það ekki bara málið á Íslandi? Það er alveg sama hvar við drepum niður fæti, þar er vinalegt. Lengst uppi á öræfum, niður í fjöru, sveitinni okkar eða í gleðskap með fjölskyldu/vinum. 

Vík í Mýrdal september 2012
Vinalegt




1 ummæli:

  1. Jú veistu það er þannig - það er bara vinalegt alls staðar þar sem maður stígur niður fæti hérna á eyjunni okkar - hver staður hefur sinn sjarma :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.