6. apríl 2012

Gleðilega páska


Kræklótt páskakanína í stífun ...eða kannski krossfest?  Heklið hefur nú öðlast nýjar hæðir þegar maður snýr sér að þrívíðum verkefnum.  Uppskriftina að kanínu má finna hér en að hekla þetta litla krútt leiddi mig að amigurumi. Jebbs, næsta verkefni að gerjast.


Annars verð ég nú að grobba mig aðeins, á annan dag páska næstkomandi verður komið eitt ár síðan ég sat með tölvuna í fanginu, heklunál og garn og lærði að hekla. Og trúið mér, þetta er svo gaman, sitja í holunni sinni með heklunál og fylgjast með sjónvarpinu með öðru auganu. Maður bara spyr sig, hvernig gat ég setið yfir heilli bíómynd án þess að vera að föndra eitthvað í höndunum um leið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.