Jahérna, hér. Veðrið er bara ekkert að lagast. Það snjóar og hvassviðri dag eftir dag. Suma daga sést varla milli húsa vegna snjóbylja. Síðan verður allt bjart á milli og sólskin bara. Guði sé lof. Ég er oggupínulítið að bíða eftir vorinu en þá er best að umpotta þessum fáum plöntum sem ég á og vona að vorið og sumarið verði gott.
Saumavélin var tekin upp af illri nauðsyn þar sem ég varð að bjarga danspíunni með breytingar á balletbúningum. Og þar sem saumavélin var komin upp á borð fór ég í smá saumaskap. Ekkert merkilegt svo sem. Ég varð að skoða á netinu hvernið átti að koma bendlaböndum á smekkinn. Ég hef áður saumað svona smekki en var alveg fyrirmunað að rifja upp hvernig ég átti að gera. Smekkurinn varð ekki sem verstur en tókst auðvitað að snúa stykkinu öfugu, veit það bara næst. Hjartað var aftur á móti bara tilraunastarfsemi með efni sem var til í skúffum. Bara krúttlegt ekki satt?
Þar til næst
x
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.