Anna hallaði sér aftur í stólnum eitt milt októberkvöld og andvarpaði. Hún sat við borð þakið skólabókum og þéttskrifuðum blöðum sem virtust ekkert eiga skylt við lærdóm eða kennslu.
"Hvað er að?" spurði Gilbert sem kom í eldhúsdyrnar og heyrði andvarpið. Anna roðnaði og stakk skrifum sínum undir skólabækurnar. "Ekkert alvarlegt. Ég var bara að reyna að skrifa hugsanir mínar eins og prófessor Hamilton ráðlagði mér en ég gat ekki fengið þær til að koma almennilega út. Þær virðast svo kjánalegar þegar ég les þær, svartar á hvítu. Draumórar eru eins og skuggar - það er ekki hægt að fanga þá, þeir eru svo duttlungafull og dansandi fyrirbæri. En kannski læri ég leyndardóminn á bak við það einhvern tíma ef ég held áfram að reyna. Ég hef ekki svo mikinn frítíma. Þegar ég er búin að leiðrétta skólaverkefnin og stílana nenni ég ekki alltaf að skrifa fyrir sjálfa mig."
- Anna í Grænuhlíð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.