Margur heldur mig sig
Auðvitað veistu alltaf best;
enginn má þér betur.
Hæglega gætirðu fengist við flest,
og fátt sem þú ekki getur.
Og víst eru flísarnar fáeinar
faldar í augunum mínum;
hvassir breyskleikans borteinar
byrgja mér jafnan sýnum.
En áður en aumum er úthlutað
aftöku og plássi á haugum,
reyndu þá gæskan að gæta að
gólfefni í eigin augum.
Góð fyrrverandi samstarfskona og vinkona gaf mér þessa vísu. Ekki veit ég hvar hún fann hana en góð er hún.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.