Gefðu þér tíma...
...til að vinna. Æfingin skapar meistarann.
Það hefur lengi verið á dagskrá að læra á fínu saumavélina sem ég fékk í útskriftargjöf (2006). Hugsaði með mér að hæfilegt verkefni væri smekkur. Framhlið smekksins er efni úr Ikea en bakhliðin gamalt handklæði. Ég er nokkuð ánægð með árangurinn. Ég viðurkenni þó fúslega að hugmyndin er frá Ingu frænku, ekki svo viss um að hún myndi gefa háa einkunn fyrir handbragðið en nokkuð viss um að hún væri stolt af mér fyrir að reyna. Æfingin skapar meistarann
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.