13. júní 2010

Nýjir tímar


Jebb, ég er komin í langt sumarfrí og á sama tíma kvatt gamla vinnustaðinn. Það hefur verið líkt og að ganga í gengum skilnað, sorg, bakþankar og kvíði fyrir nýjum tímum. En ég hef hugsað mér að safna kröftum í sumar og hlaða batteríin fyrir nýja starfið.


Ég hef látið liggja á hakanum að klára "glimmerkjólinn" þar sem ég kann ekki að hekla kantinn á hann. Nú hef ég notað heila kvöldstund við að reyna að læra að hekla af kennslumyndböndum á netinu (garnstudio) en það hefur gengið brösulega. Kannski af því að ég er líka að horfa á Avatar í sjónvarpinu á sama tíma ?!!! Fingurnir eru orðnir krepptir og athyglin ekki alveg 100% Ég verð að játa mig sigraða og fá einhvern til að kenna mér að hekla. Að horfa á bíómynd er ég alveg fullfær í :)

Litli mann lætur aldeilis hafa fyrir sér þessa dagana. Í dag datt hann til dæmis niður af stól og beit sig í tunguna. Var ekki hress þá stundina en fljótur að jafna sig , líkt og endranær og var farin að væla um að komast út til systra sinna á trampólínið fljótlega. Ætli hann haldi að hann sé 18 ára ekki 18 mánaða ???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.