21. mars 2010

21. mars sunnudagur

Um síðustu helgi voru safnadagar í R.bæ. Ég þrammaði um bæinn og frumbruðurinn tók þátt í ljósmyndamaraþoni.

Á sunnudag skoðaði ég vinnustofu / heimili í Njarðvík. Þar eru hjón sem eru að gera ýmislegt skemmtilegt. Heimasíðan þeirra er svo falleg ravendesign.is Krumma hálsmenið er alveg frábært í einfaldleika sínum.

Legghlífarnar eru gerðar af mér, uppskriftin úr bókinni Prjónað á börn. Uppskriftin var ekki alveg sú besta sett fram og stærðir ekki alveg eins og ég vildi hafa þær.

Posted by Picasa

18. mars 2010

18. mars


Mikið líður tíminn hratt. Litli mann svo lítill fyrir ári síðan.






3. mars 2010

Miðvikudagur 3.mars
prjónað á litla prins
ég er mætt aftur en erill í daglegu lífi hefur svo mikill að það hefur verið erfitt að koma skipulagi á hugsanir sínar.
Langar til að sýna ykkur litla prins í peysunni sem ég prjónaði á hann... eða sko á eitthvað barn en hann fékk að nota ! Eldri prjónablöð virka oft voða vel því að uppskriftir eru nokkuð nákvæmar en gefa valmöguleika á fleiri garntegundum. Kannski vegna þess að úrvalið var ekki alltaf það sama í öllum landshlutum? úrvalið af garni er þó alveg mergjað jafnvel í kaupfélaginu, maður fyllist bara valkvíða