Kjarakaup II
Þennan dásamlega dagblaðapoka fékk ég í Nytjamarkaði Rauða krossins við Iðavelli.
Borgaði 500 krónur fyrir hann en fékk líka tvo snjáða en fallega borðdúka og ónotaða svuntu með.
Ég heillaðist að björtu, hreinu og skemmtilegu litunum í honum, ég heklaði bara nýtt band til að hengja hann upp með.
A.S. vildi fá hann við rúmið sitt til að geta geymt bækurnar sem hún er að lesa þá stundina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.