17. maí 2016

Brighton


Jæja gott fólk. Ég fór í helgarferð með vinnunni í apríl til Brighton. Mikið svakalega var gaman, ég hafði engar væntingar, mætti bara á staðinn til að njóta.

Veðrið var gott alla dagana, þungbúið en létti til inn á milli. 




Götur og búðargluggar voru fallega skreytt, það kom skemmtilega á óvart


Sumar götur höfðu fullt af fólki og varningi frá búðum sem flæddu út á stétt en svo voru aðrar þar sem ekki var hræða á ferli.




Hótelið okkar var alveg frábærlega vel staðsett, stutt í allt og aldrei þörf á að nota leigubíl eða strætó.
Ströndin var til dæmis í 5 mínútna göngu frá hóteli.






Það var allt einhvern veginn svo afslappað, voffar á barnum og íkornar í almenningsgarði.





Allir fengu nóg að borða og drekka :)





Allskonar búðir heilluðu mig og ferðafélagana. 
Auðvitað keypti ég garn sem minjagrip. Hlakka til að gera eitthvað flott úr því. Ég gleymdi að taka myndir úr garnbúðinni en heimasíðan er YAK í Brighton





Kastalann má enginn láta fram hjá sér fara og vel þess virði að borga sig inn til að skoða herlegheitin innandyra.





Ekki spurning: ef þig langar til að fá England beint í æð þá er Brighton málið :)

Þar til næst
x








Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.