20. júlí 2010

Gefðu þér tíma fyrir lestur...

... það er undirstaða þekkingar og visku.

Ég hef verið óvenju mikill lestrarhestur í vor og sumar. Sumt hef ég nú bara verið að lesa til að geta fylgst með umræðunni á kaffistofunni eins og Berlinaraspirnar og Karlar sem hata konur sem báðar eru fyrstu bækur af þremur. Þær voru ágætar en ég get ekki sagt að ég verði að lesa framhaldið eða horfa á myndirnar.
Svo hef ég verið að lesa bækur sem minna hafa farið fyrir í umræðunni,
eins og Bókmennta- og kartöflubökufélagið sem ég hefði gjarnan viljað fá framhald af. Yndisleg rómantík með sagnfræðilegu ívafi og spennu.
Prjóna og föndurblöðin hafa læðst með í búnkann auk þess sem að lesa það nýjasta nýtt í smábarnabókunum.
Sagan af Litla prinsinum er síðan nauðsynlegt að glugga í reglulega. Maður uppgötvar alltaf eitthvað nýtt í þeirri bók ...eða maður hefur öðlast meiri visku og þekkingu til að skilja hana betur.



2. júlí 2010

Gefðu þér tíma...
...til að vinna. Æfingin skapar meistarann.

Það hefur lengi verið á dagskrá að læra á fínu saumavélina sem ég fékk í útskriftargjöf (2006). Hugsaði með mér að hæfilegt verkefni væri smekkur. Framhlið smekksins er efni úr Ikea en bakhliðin gamalt handklæði. Ég er nokkuð ánægð með árangurinn. Ég viðurkenni þó fúslega að hugmyndin er frá Ingu frænku, ekki svo viss um að hún myndi gefa háa einkunn fyrir handbragðið en nokkuð viss um að hún væri stolt af mér fyrir að reyna. Æfingin skapar meistarann

16. júní 2010


List og lyst


Ég er búin að fara á tvær listasýningar síðustu daga. Báðar eru hluti af Listahátíð Reykjavíkur
Sú fyrri í Listasafni Reykjanesbæjar og ekskjúsmoi ég skildi nú bara ekkert í henni. Litlu handgerðu blómin sem líta út eins og blómabeð eru reyndar falleg en ekkert nýtt.

Hin sýningin er á Kjarvalsstöðum, ljósmyndasafn úr einkaeigu og sannarlega fjölbreytt. Hún hreyfir allavega við manni og gott að gefa sér góðan tíma til að skoða upplýsingarnar við hlið myndanna því að þær bæta þær upp. Sumar myndirnar eru nokkuð svæsnar svo að ég mæli ekki með því að hafa óþroskuð börn með sér.


Annars var ég að vafra í miðborginni í gær og var í hlutverki túrista. Ég verð nú bara að segja það að túristadraslið flæðir um allar gáttir. Margt fallegt var til að handgerðu og sérstökum hlutum en verðlagið maður, það er oft alveg út í hött.

Svo var alveg þrælskemmtilegt að í Hallgrímskirkju og á Kjarvalsstöðum var fólk að spila tónlist. Frítt inn, ekkert formlegt og maður gat sest niður smá stund, notið og haldið svo áfram för. Flott þetta, fjölbreytt og skemmtilegt.


En mikið er höfuðborgin orðin falleg. Við fengum okkur að borða í Perlunni í kaffiteriunni og það var ferskt, fjölbreytt og á sanngjörnu verði. Skemmtilegur dagur sem kostaði litið.

13. júní 2010

Nýjir tímar


Jebb, ég er komin í langt sumarfrí og á sama tíma kvatt gamla vinnustaðinn. Það hefur verið líkt og að ganga í gengum skilnað, sorg, bakþankar og kvíði fyrir nýjum tímum. En ég hef hugsað mér að safna kröftum í sumar og hlaða batteríin fyrir nýja starfið.


Ég hef látið liggja á hakanum að klára "glimmerkjólinn" þar sem ég kann ekki að hekla kantinn á hann. Nú hef ég notað heila kvöldstund við að reyna að læra að hekla af kennslumyndböndum á netinu (garnstudio) en það hefur gengið brösulega. Kannski af því að ég er líka að horfa á Avatar í sjónvarpinu á sama tíma ?!!! Fingurnir eru orðnir krepptir og athyglin ekki alveg 100% Ég verð að játa mig sigraða og fá einhvern til að kenna mér að hekla. Að horfa á bíómynd er ég alveg fullfær í :)

Litli mann lætur aldeilis hafa fyrir sér þessa dagana. Í dag datt hann til dæmis niður af stól og beit sig í tunguna. Var ekki hress þá stundina en fljótur að jafna sig , líkt og endranær og var farin að væla um að komast út til systra sinna á trampólínið fljótlega. Ætli hann haldi að hann sé 18 ára ekki 18 mánaða ???

16. maí 2010

Glimmer

Ég hef verið að dunda mér við að prjóna sumarlegan kjól á litla hnátu. Garnið er svooo sætt að það minnir mig á sælgæti. Ég hugsa líka að ef maður hefði átt eitthvað þessu líkt þegar maður var fimm ára hefði það verið æði. Ég barbí -, glimmer- og blómastelpa !!!
Í dag færi ég nú tæplega í eitthvað þessu líkt... og þó ?


Litli mann hefur nú líka svolítið gaman af litum. Hér komst hann í glósubók systur sinnar og myndskreytti eftir bestu getu.


Posted by Picasa

25. apríl 2010

barnalán

Barnalán



Hér eru allir gullmolarnir samankomnir.
Það var náttfatapartý í gær og S.C. fékk að gista.
jebb hvað er fallegra en myndarlegir og hraustir krakkar ?
Posted by Picasa

24. apríl 2010

bíladella

24.apríl



snemma beygist krókurinn

Litli mann að rifna af ánægju yfir að setjast undir stýri.


Posted by Picasa